Persónuverndarstefna

Almennt

Við tökum persónuvernd og friðhelgi einstaklinga mjög alvarlega. Þessi trúnaðaryfirlýsing útlistar hvernig upplýsingum er safnað við notkun þessarar vefsíðu og apps Apótekarans, hvernig upplýsingarnar eru geymdar og hvernig þær eru nýttar. Við notum IP-tölur notenda til að greina vandamál á vefþjónum okkar og hafa umsjón með vefsíðum okkar og appi. Þegar þú notar þennan vef verða til upplýsingar um heimsóknina. Apótekarinn miðlar þeim ekki til annarra nema samkvæmt lagaskyldu til eftirlitsaðila.

Persónuverndarlöggjöf

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

Söfnun og notkun

Apótekarinn safnar persónugreinanlegum upplýsingum, í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þær persónuupplýsingar sem Apótekarinn safnar og vinnur með koma frá viðskiptavinum, starfsfólki og opinberum aðlinum eins og Sjúkratryggingum Íslands, Lyfjaávísanagátt og Þjóðskrá Íslands. Apótekarinn leggur áherslu á að við vinnslu á persónuupplýsingum sé einungis unnið með þær upplýsingar er teljast nauðsynlegar.

Meðal perónuupplýsinga sem Apótekarinn safnar eru:

  • Vegna afgreiðslu á lyfseðilsskyldum lyfjum, þar sem samkvæmt lyfjalögum er skylt að skrá kennitölu einstaklinga og varðveita í 2 ár.
  • Upplýsingar um strarfsfólk fyrirtækisins annars vegar í þeim tilgangi að ráð hæft starfsfólk og hins vegar að greiða því rétt laun.
  • Persónuupplýsingar er tengjast reikningsviðskiptum við einstaklinga s.s. nafn, kennitala og heimilisfang.
  • Persónuupplýsingar eru nauðsynlegar vegna framkvæmdar samnings sem skráður einstaklingur á aðild að eða til þess að gera ráðstafanir að beiðni hins skráða áður en samningur er gerður.
  • Nauðsynlegt er að geyma persónuupplýsingar til að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á ábyrgðaraðila.
  • Nauðsynlegt er að geyma upplýsingar vegna verkefnis sem unnið er í þágu almannahagsmuna eða við beitingu opinbers valds sem ábyrgðaraðili fer með.
  • Nöfn og netföng einstaklinga gera viðkomandi kleift að nota app, vef- og samfélagsmiðlasíður okkar.
  • Í þeim tilfellum sem einstaklingar óska eftir því að vera skráðir á póstlista Apótekarans í þeim tilgangi að fá senda upplýsingar um vörur og þjónustu.

Framangreint er ekki tæmandi upptalninga á þeim persónuupplýsingum sem Apótekarinn kann að hafa upplýsingar um. Þá er einna helst átt við upplýsingar sem einstaklingar hafa látið Apótekaranum í té að þeirra frumkvæði, svo sem vegna styrkbeiðna, ábendinga, vegna þeirrar þjónustu sem viðskiptavinir óska eftir hverju sinni o.s.frv.

Í verslunum Apótekarans kunna að vera eftirlitsmyndavélar (rafræn vöktun) og kunna þeir viðskiptavinir því að vera teknir uppá mynd. Vinnsla á þeim upplýsingum sem safnast með rafrænni vöktun byggja á lögmætum hagsmunum félagsins, enda fer vinnslan fram í eigna- og öryggisvörsluskyni.

Vefvæði og App Apótekarans safnar engum upplýsingum frá vöfrum sem geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar, þann tíma sem varið var á þessum síðum og önnur talnagögn.  

Á aðgangsstýrðu svæði, oft nefnt „Lyfjagátt“, geta viðskiptavinir skráð sig inn á læst svæði með rafrænum skilríkjum og nálgast upplýsingar um virka lyfseðla sem skráðir eru á tiltekna kennitölu (eiganda rafrænu skilríkjanna) og leyst út tiltekin lyf. Upplýsingarnar sem listaðar eru upp hér að neðan eru sóttar í hvert sinn sem notandi notar lausnina. Sem stendur eru þær upplýsingar sem aflað er í gegnum “Lyfjagáttina” eftirfarandi:

  • Grunnupplýsingar úr þjóðskrá um auðkenndan notanda, nafn og kennitala.
  • Upplýsingar um nafn og kennitölu annarra aðila sem hafa sama fjölskyldunúmer og auðkenndur notandi og eru undir 16 ára aldri.
  • Upplýsingar úr Heklu gátt um virka lyfseðla sem skráðir eru á auðkenndan notanda sem og aðra fjölskyldumeðlimi sem hafa sama fjölskyldunúmer og eru undir 16 ára aldri.
  • Kennitala og auðkenni: Kennitala og rafrænt auðkenni er notað þegar notandi auðkennir sig inn á auðkennt svæði, þetta er svo hægt sé að bera kennsl á notendur.

Apótekarinn leggur mikla áherslu á persónuvernd og gagnaöryggi og því eru einungis allra nauðsynlegustu upplýsingar geymdar í veflausn, svo að viðskiptavinur geti gert sín viðskipti. Þær upplýsingar sem geymdar verða í veflausninni eru:

  • Fullt nafn
  • Kennitala

Miðlun

Hjá Apótekaranum er rík áhersla lögð á að varsla persónuupplýsinga sé ávallt með ábyrgum hætti. Þetta á þó ekki við ef Apótekaranum er skylt samkvæmt lögum að miðla þeim upplýsingum eða í málsgreininni hér að neðan.

Apótekaranum er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka verkefni eða veita viðskiptavini þjónustu eða vöru sem beðið hefur verið um eða samþykkt. Einnig er heimilt að deila upplýsingum til þriðja aðila á grundvelli lögmætra hagsmuna fyrirtækisins, t.d. við innheimtu á vanskilakröfu. Þriðja aðila eru þó alltaf einungis afhentar persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og er gerður við þá samningur þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um einstaklinga öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.

Vafrakökur

Vafrakökur (e. cookies) eru notaðar til að telja heimsóknir á vefinn og appið og til að þekkja aftur fyrri notendur. Apótekarinn notar vafrakökur sparlega og af ábyrgð. Notendur geta sjálfir stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim alfarið. Apótekarinn notar Google Analytics til vefmælinga. Í hvert sinn sem vefurinn/appið er heimsótt eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning heimsóknar, leitarorð sem notuð eru til að finna vefinn/appið, frá hvaða vef er komið og gerð bæði vafra og stýrikerfis þess sem heimsækir vefinn/appið. Upplýsingarnar sem safnað er eru notaðar til að þróa og bæta vefinn/appið svo hann verði aðgengilegri og þægilegri í notkun. Engum öðrum upplýsingum um hverja komu er safnað. Upplýsingarnar sem safnað er eru ekki tengdar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

Öryggi persónuupplýsinga

Apótekarinn leggur mikla áherslu á að vernda allar persónuupplýsingar, sem eru geymdar í viðurkenndum aðgangsstýrðum tölvukerfum þar sem passað er uppá að einungis þeir sem þurfa að hafa aðgang að gögnunum hafi.  

Ef upp kemur öryggisbrestur er varðar persónuupplýsingar sem hefur í för með sér áhættu fyrir einstaklinga er leitast við að tilkynna öllum hlut að eigandi aðilum það án mikillar tafar. Með öryggisbroti er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljand eða ólögmætrar eyðingar á persónuupplýsingum eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.

Netöryggi

Lögð er áhersla á að notendur nýti sér lyfjagáttina á lokuðu og öruggu interneti. Ekki er mælt með því að notendur auðkenni sig inn á læst vefsvæði þar sem um er að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar á opnu þráðlausu interneti, svo sem á almenningsstöðum. Notendur eru hvattir til að hlaða ekki niður upplýsingum eða vista samtöl á búnað sem er aðgengilegur öðrum.

Varðveisla

Apótekarinn geymir persónuupplýsingar eins lengi og þurfa þykir. Ef nauðsynlegt er að geyma persónuupplýsingar til að uppfylla lagalegar skyldur t.d. gagnvart skattayfirvöldum eða í samræmi við lög og reglugerðir tengdar rekstri lyfjabúða eru þær upplýsingar geymdar á öruggu formi eins lengi og lög segja til um.

Apótekarinn reynir eftir fremsta megni að halda persónuupplýsingum um einstaklinga nákvæmum, áreiðanlegum og eins takmörkuðum og þurfa þykir.
Apótekarinn fer yfir vinnslu persónuupplýsinga á tveggja ára fresti og metur hvort heimilt sé annar vegar að eyðu upplýsingu og hins vegar hvort heimilt sé að varðveita þær áfram út frá eðli upplýsinganna.

Réttindi einstaklinga

Einstaklingar hafa rétt á að fá upplýsingar um það hvernig persónuupplýsingar eru geymdar og hvaða upplýsingar eru geymdar um þá hjá Apótekaranum. Einstaklingar hefa einnig rétt á því að óska eftir uppfærslu á upplýsingum um sig þannig að þær séu réttar, að upplýsingum um sig sé eytt, enda sé ekki lengur ástæða til þess að geyma þær eða óskað eftir því að fá upplýsingarnar afhentar.

Beiðni um þessar upplýsingar skal senda á apotekarinn@apotekarinn.is undir yfirskriftinni „Persónuupplýsingar“.

Beiðnir verða þá teknar til greina og upplýsingar afhentar einstaklingum, þegar það á við, innan hæfilegs tíma þó með þeim takmörkum sem réttindi og frelsi annarra gera ráð fyrir. Öllum beiðnum er svarað innan eins mánaðar og á það líka við ef ljóst er að gefa þarf skýringu á töf sem getur orðið á afhendingu eða ef ekki er unnt að verða við beiðninni að fullu.

Breytingar á persónuverndarstefnu

Persónuverndarstefna þessi kann að breytast með tímanum, t.d. vegna breytinga á lögum og reglum eða opinberum kröfum gagnvart Apótekaranum. og meðhöndlun persónuupplýsinga. Breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu hennar á heimasíðu fyrirtækisins, www.apotekarinn.is

SSL skilríki

Vefurinn notast við svokölluð SSL-skilríki. Það þýðir að öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag sem gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari. SSL skilríki koma í veg fyrir það að þriðji aðili komist yfir gögn, s.s. lykilorð, sem send eru í gegnum vefinn. Upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara eru dulkóðaðar með SSL skilríkjunum. Þannig skila gögnin sem flutt eru á milli sér á öruggan og réttan máta.

Aðrir vefir

Reglur Apótekarinn um öryggi notenda gilda ekki á vefjum utan hans. Vefir sem vísað er í af vef Apótekarinn eru utan ábyrgðar Apótekarinn.